Ársskýrsla Norðurorku
2019
Stjórn og skipulagYfirlit yfir starfsemina Fjárhagur Myndir 2019
Stjórn og skipulagYfirlit yfir starfsemina Fjárhagur Myndir 2019
Rekstrarreikningur
Rekstur samstæðunnar var vel viðunandi á árinu 2019. Tekjuaukningin skýrist einkum af aukinni magnsölu í hitaveitu. Launakostnaður jókst í kjölfar kjarasamninga. Annar rekstrarkostnaður jókst töluvert en þar munar mestu um aukinn kostnað vegna orkugjafa og tjón sem félagið varð fyrir vegna gallaðra hitaveitumæla. Áhrif endurmats sem framkvæmt var í árslok 2018 kemur nú fram í auknum afskriftum milli ára vegna hækkandi endurmatsstofns.
Hagnaður Norðurorku hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 347,5 milljónir króna á árinu 2019.
Rekstrartekjur Norðurorku námu 4.032 milljónum króna og hækkuðu um 5,6% milli ára.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.428 milljónir króna eða 35,4% af veltu samaborið við 1.488 milljónir króna árið áður.
EBITDA stendur fyrir framlegð reksturs án fjármagnsliða, afskrifta og skatta.
EBITDA framlegð er hlutdeild EBITDA af heildartekjum.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2019
Efnahagur
Heildareignir Norðurorku voru 17.797 milljónir króna í árslok 2019 og heildarskuldir námu 7.490 milljónum króna. Lausafjárstaðan er sterk, í lok árs nam handbært fé 405 milljónum króna og handbært fé frá rekstri nam 1.277 milljónum króna. Eigið fé var 12.306 milljónir króna og eiginfjárhlutfall í árslok 62,2%.
Félagið stendur enn í miklum fjárfestingum en toppnum er náð og verulega fer að hægja á í lok árs 2021 þ.e. við lok fjórða áfanga Hjalteyrarverkefnis.
Norðurorka tók ný lán á árinu um 800 milljónir króna og nema vaxtaberandir skuldir í árslok 5.986 milljónir króna. Skuldsetning hefur aukist nokkuð samhliða miklum fjárfestingum undanfarin ár. Ný lán hafa verið á mun hagstæðari kjörum en eldri lán félagsins.
Arðsemi eigin fjár fyrir árið er 2,85% samanborið við 5,41% árið 2018.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2019
Sjóðstreymi
Sjóðstreymisyfirlit gefur glögga mynd af raunverulegu peningastreymi til og frá fyrirtækinu. Miklar fjárfestingar hafa verið undanfarin ár sem ekki er mætt nema að hluta til með handbæru fé og því kemur til lántöku. Bláu liðirnir sýna innstreymi fjármagns og appelsínugulu liðirnir útstreymi fjármagns.
Á síðustu tveimur árum hefur Norðurorka fjárfest fyrir samtals 4.4 milljarða króna. Á sama tíma hefur lántaka verið upp á 3.6 milljarða króna en hluti lántökunnar 2018 er tilkominn vegna endurfjármögnunar fráveitunnar.
Lykiltölur
2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 2019 | |
Rekstrartekjur | 3.276.397 | 3.394.340 | 3.529.638 | 3.817.436 | 4.032.278 |
Orkukaup | 770.891 | 811.461 | 818.984 | 808.564 | 775.801 |
Almennur rekstrarkostnaður * | 1.109.083 | 1.316.452 | 1.457.792 | 1.521.326 | 1.828.816 |
Almennur rekstrarkostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum | 33,9% | 38,8% | 41,3% | 39,9% | 45,4% |
Rekstrarhagnaður (EBIT) | 943.329 | 646.339 | 782.661 | 971.802 | 672.676 |
EBITDA | 1.396.424 | 1.266.428 | 1.252.863 | 1.487.545 | 1.427.661 |
EBITDA framlegð | 42,6% | 37,3% | 35,5% | 39,0% | 35,4% |
Fjárfestingahreyfingar | 703.286 | 1.346.455 | 1.494.329 | 2.170.378 | 2.066.521 |
Fjárfestingahreyfingar í hlufalli við tekjur | 21,5% | 39,7% | 42,3% | 56,9% | 51,2% |
Hagnaður | 1.590.728 | 409.147 | 497.653 | 559.136 | 347.548 |
Hagnaður sem hlutfall af rekstrartekjum | 48,6% | 12,1% | 14,1% | 14,6% | 8,6% |
Eignir | 13.075.385 | 12.940.826 | 14.054.830 | 18.698.976 | 19.796.506 |
Eigið fé | 8.092.964 | 8.193.867 | 8.567.234 | 12.084.458 | 12.306.138 |
Skuldir | 4.982.421 | 4.746.959 | 5.487.596 | 6.614.519 | 7.490.367 |
Arðsemi eigin fjár | 21,6% | 5,0% | 5,9% | 5,4% | 2,9% |
Eiginfjárhlutfall | 61,9% | 63,3% | 61,0% | 64,6% | 62,2% |
Veltufjárhlutfall | 3,42 | 3,52 | 0,74 | 2,10 | 1,25 |
Innra virði | 9,56 | 10,12 | 9,68 | 14,27 | 14,53 |
* Rekstrargjöld án afskrifta og orkukaupa |
Áætlanir samstæðunnar fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) verði 765 milljónir króna. Í tekjuáætlun er byggt á væntum magnbreytingum miðað við reynslu síðustu ára. Verðbreytingar taka mið af Lífskjarasamningnum.
Kostnaðaráætlun er byggð á raunkostnaði félagsins að teknu tilliti til þeirra viðmiða sem besta vitneskja er um svo sem verðbólguþróun og vaxtastig. Í rafveitu er byggt á raunkostnaði að teknu tilliti þeirra viðmiða sem ákvörðun tekjumarka felur í sér.
Áætlanir samstæðunnar um framkvæmdir á árinu 2020 hljóða upp á 1.530 milljónir króna en þar eru stærstu fjárhæðir tengdar Hjalteyrarlögn um 665 milljónir króna og hreinsistöð fráveitu um 180 milljónir króna.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2019 - PDF