Fara í efni

Á árinu 2019 var fjárfest fyrir tæpar 23,3 milljónir í bílum og tækjum hjá Norðurorku.

Um mitt ár 2019 fékk Norðurorka afhenta tvo nýja Ford F150 pallbíla af gerðinni Super Cab. Þessir nýju bílar komu metanbreyttir frá Kanada og bindum við miklar vonir um aukna nýtingu á metani vegna þessa. Þessir bílar verða í notkun hjá kerfisdeildinni. Þessir bílar koma breyttir fyrir 35“ dekk , með breyttu drifhlutfalli, loftlæsingu á framdrifi og pallhúsi. Pallhúsið er með geymsluhólfum fyrir verkfæri og búnað sem eru aðgengileg utanfrá. Á pallinum er skúffa sem hægt er að draga út til að auðvelda hleðslu. Í pallhúsinu eru 4 metankútar, auka rafgeymir fyrir 3Kw spennubreytir úr 12 VDC í 230VAC sem er notaður fyrir hefðbundin rafmagns verkfæri og fl. Þar sem Kerfisdeildin fer víða um sveitir í misjöfnu veðri þarf bíllinn að vera vel útbúinn af verkfærum og búnaði.

Vegna áframhaldandi flutnings á dekkjum út úr húsnæði Norðurorku þurfti að kaupa annan 40 feta gám sem eingöngu er ætlaður fyrir dekk fyrirtækisins og er innréttingu á honum lokið.

Akstur bíla Norðurorku á árinu 2019 voru 254.852 km og þar af var akstur vistvænna bíla 95.236 km eða 37,4 % af heildar akstrinum.

Það hefur verið stefna Norðurorku, eftir að framleiðsla á metani varð hluti af starfsseminni, að fjölga vistvænum bílum í bílaflotanum og hefur fjölgunin nánast eingöngu verð í metan bílum. Reikna má með því í framtíðinni að með frekari þróun rafmagnsbíla og aukinni drægni verði hlutur þeirra í bílaflotanum stærri. Kaup á nýjum bílum fer eftir aldri bílaflotans á ári hverju og því misjafnt milli ára hversu margir bílar eru endurnýjaðir ár hvert. Í ár er áætlað að endurnýja a.m.k. einn vinnuflokkabíl og verður hann metandrifin. Eldri bílar eru svo seldir eftir atvikum þegar þeirra er ekki lengur þörf. Skiptingu vistvænna bíla og þeirra óvistvænu má sjá á grafi hér að neðan.

 

Ársskýrsla Norðurorku

       

 

Til baka - Yfirlit yfir starfsemina