Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í Hofi þann 5. apríl 2019.
Hluthafahópurinn er óbreyttur, Akureyrarbær 98,26%, Hörgársveit 0,80%, Eyjafjarðarsveit 0,12%, Grýtubakkahreppur 0,18%, Svalbarðsstrandarhreppur 0,46% og Þingeyjarsveit 0,18%.
Á aðalfundi félagsins var ný stjórn kjörin en í henni sitja, Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður, Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður, Eva Hrund Einarsdóttir ritari og meðstjórnendur eru þau Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og Hlynur Jóhannsson. Í varastjórn voru kjörin, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Hannes Karlsson, Hilda Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson og Víðir Benediktsson.
Á starfsárinu hélt stjórnin þrettán stjórnarfundi auk funda vegna stefnumótunar.
Mynd: Aðalfundur Norðurorku hf. í apríl 2019.
Frá vinstri: Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku, Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður Norðurorku, Ásthildur Sturludóttir Akureyri, Finnur Yngvi Kristinsson Eyjafjarðarsveit, Björg Erlingsdóttir Svalbarðsstrandarhrepp, Snorri Finnlaugsson Hörgársveit, Dagbjört Jónsdóttir Þingeyjarsveit, Fjóla Valborg Stefánsdóttir Grýtubakkahrepp og Berghildur Ása Ólafsdóttir ritari fundarins.
Sjá fleiri myndir frá aðalfundi 2019
Til baka - Yfirlit yfir starfsemina