Fara í efni


Eftir skoðun og greiningu á rekstrarkostnaði, að teknu tilliti til fjárfestingaáætlana  og eftir að hafa horft til samkomulags á vinnumarkaði þ.e. svokallaðs "Lífskjarasamnings" hækkuðu verðskrár allra veitna Norðurorku um 2,5% þann 1. janúar 2020. 

Miklar innviðaframkvæmdir hafa verið í gangi í flestum veitum Norðurorku og á það bæði við um nýframkvæmdir og viðhald. Stærstu verkefni félagsins hafa verið að auka orkumátt hitaveitunnar með lagningu nýrrar hitaveitulagnar frá Hjalteyri auk þess að byggja hreinsistöð fyrir fráveitu sem tekin var í notkun síðla árs 2020.

Horft er til að stærri langtímafjárfestingar hverrar veitu greiðist til baka á áratugum og er þar miðað við líftíma innviða. Með því móti taka núverandi notendur sem og framtíðarnotendur þátt í því að greiða niður framkvæmdina. Framkvæmdin þarf jafnframt að skila framlegð til allra rekstrarþátta á hverjum tíma.

 

Til baka - Yfirlit yfir starfsemina