Rekstrarreikningur
Rekstur samstæðunnar var vel viðunandi á árinu 2020 fyrir samstæðuna í heild. Greiningar benda til að styrkja þurfi framlegð hitaveitu og rafveitu. Áhrif Covid hafa verið minniháttar í rekstri samstæðunnar. Rekstrarreikningur sýnir að annar rekstrarkostnaður lækkar sem m.a. skýrist af kostnaði vegna orkugjafa. Fjármagnsliðir hækka verulega milli ára sem má rekja til veikingar krónunnar þar sem gjaldfærðar eru 194 milljónir króna í gengismun.
Hagnaður samstæðunnar Norðurorku hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 206,6 milljónir króna á árinu 2020 samanborið við 347,5 milljónir króna árið á undan.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu 4.046 milljónum króna og hækkuðu um 0,3% milli ára.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.564 milljónir króna eða 38,6% af veltu samanborið við 1.428 milljónir króna árið áður.
EBITDA stendur fyrir framlegð reksturs án fjármagnsliða, afskrifta og skatta.
EBITDA framlegð er hlutdeild EBITDA af heildartekjum.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2020
Efnahagur
Heildareignir Norðurorku námu 20.198 milljónir króna í árslok 2020 og heildarskuldir námu 7.805 milljónum króna. Lausafjárstaðan hefur veikst verulega, í lok árs nam handbært fé 30 milljónum króna en handbært fé frá rekstri nam 1.326 milljónum króna. Eigið fé var 12.394 milljónir króna og eiginfjárhlutfall í árslok 61,4%.
Fjárfesting samstæðunnar í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2020 nam kr. 1.566 millj. króna en verulegar fjárfestingar hafa verið á undanförnum árum í hitaveitu og fráveitu.
Þörf hefur verið að aukinni fjármögnun samhliða fjárfestingum og verulega hefur gengið á handbært fé. Þau lán sem hafa verið tekin undanfarið hafa verið tekin á mjög hagstæðum kjörum og hafa meðalvextir farið lækkandi.
Skuldsetning samstæðunnar heldur því áfram að aukast milli ára en vaxtaberandi en skuldir hækkuðu um 389 milljónir króna milli ára. Hluta af hækkuninni má þó rekja til óhagstæðrar gengisþróunar.
Arðsemi eigin fjár fyrir árið er 1,67% samanborið við 2,85% árið 2019.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2020
Sjóðstreymi
Sjóðstreymisyfirlit gefur glögga mynd af raunverulegu peningastreymi til og frá rekstrinum. Miklar fjárfestingar hafa verið undanfarin ár og því verulega gengið á handbært fé. Handbært fé í upphafi árs 2020 var 405 milljónir króna en endar í 29,9 milljónir króna í lok árs.
Dökkbláu liðirnir sýna innstreymi fjármagns og ljósbláu liðirnir útstreymi fjármagns.
Á síðustu þremur árum hefur Norðurorka fjárfest fyrir samtals 5.9 milljarða króna. Á sama tíma hefur lántaka verið upp á 3.9 milljarða króna en verulegur hluti lántökunnar 2018 er tilkominn vegna endurfjármögnunar fráveitunnar.
Lykiltölur
Lykiltölur (fjárhæðir í þúsundum króna)
2016 | 2017 | 2018 | 2019 | 2020 | |
Rekstrartekjur | 3.394.340 | 3.529.638 | 3.817.436 | 4.032.278 | 4.045.931 |
Orkukaup | 811.461 | 818.984 | 808.564 | 775.801 | 659.798 |
Almennur rekstrarkostnaður * | 1.316.452 | 1.457.792 | 1.521.326 | 1.828.816 | 1.822.584 |
Almennur rekstrarkostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum | 38,8% | 41,3% | 39,9% | 45,4% | 45,0% |
Rekstrarhagnaður (EBIT) | 646.339 | 782.661 | 971.802 | 672.676 | 732.671 |
EBITDA | 1.266.428 | 1.252.863 | 1.487.545 | 1.427.661 | 1.563.549 |
EBITDA framlegð | 37,3% | 35,5% | 39,0% | 35,4% | 38,6% |
Fjárfestingahreyfingar | 1.346.455 | 1.494.329 | 2.170.378 | 2.066.521 | 1.589.630 |
Fjárfestingahreyfingar í hlufalli við tekjur | 39,7% | 42,3% | 56,9% | 51,2% | 39,3% |
Hagnaður | 409.147 | 497.653 | 559.136 | 347.548 | 206.602 |
Hagnaður sem hlutfall af rekstrartekjum | 12,1% | 14,1% | 14,6% | 8,6% | 5,1% |
Eignir | 12.940.826 | 14.054.830 | 18.698.976 | 19.796.506 | 20.199.761 |
Eigið fé | 8.193.867 | 8.567.234 | 12.084.458 | 12.306.138 | 12.394.375 |
Skuldir | 4.746.959 | 5.487.596 | 6.614.519 | 7.490.367 | 7.805.386 |
Arðsemi eigin fjár | 5,0% | 5,9% | 5,4% | 2,9% | 1,7% |
Eiginfjárhlutfall | 63,3% | 61,0% | 64,6% | 62,2% | 61,4% |
Veltufjárhlutfall | 3,52 | 0,74 | 2,10 | 1,25 | 0,79 |
Innra virði | 10,12 | 9,68 | 14,27 | 14,53 | 14,64 |
* Rekstrargjöld án afskrifta og orkukaupa |
Horfur í rekstri
Áætlanir samstæðunnar fyrir árið 2021 gera ráð fyrir rekstrarhagnaður (EBIT) verði 776 milljónir króna. Í tekjuáætlun er byggt á væntum magnbreytingum miðað við reynslu.
Kostnaðaráætlun er byggð á raunkostnaði félagsins að teknu tilliti til þeirra viðmiða sem besta vitneskja er um svo sem verðbólguþrón og vaxtastig. Í rafveitu er byggt á raunkostnaði og að teknu tilliti þeirra viðmiða sem ákvörðun tekjumarka felur í sér.
Áætlanir samstæðunnar um framkvæmdir á árinu 2021 hljóða upp á 1.119 milljónir króna en þar eru stærstu tölur tengdar Hjalteyrarverkefninu eða um 540 milljónir króna. Áfram er gert ráð fyrir miklum fjárfestingum til að auka orkumátt hitaveitunnar, en verulega mun draga úr þeim á næstu árum. Samhliða áframhaldandi fjárfestingum er unnið að frekari lántökum.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2020 - PDF
Ársreikningur móðurfélags Norðurorku 2020 - PDF