Hjalteyrarlögn - Hörgá
- 16 stk.
- 13.04.2021
Á árinu var unnið að þriðja áfanga Hjalteyrarlagnar sem felur í sér lagningu frá bænum Ósi að Skjaldavík. Lögnin liggur skammt vestan Skipalóns og við þverun Hörgár fer hún í gegnum hólma sem þar er í ánni. Ferðalagið undir ána var því tvískipt með áfangastað í hólmanum en myndirnar hér að neðan voru teknar í apríl þegar lögnin var lögð í gegnum nyrðri álinn í Hörgá. Eins og sjá má var samstilling mikilvæg þegar margar gröfur slökuðu langri lögninni ofan í forsteyptar sökkur sem varna því að lögnin geti flotið upp vegna flotkrafts í einangrun hennar. Verktaki var Steypustöð Dalvíkur.
Skoða myndir