Fara í efni

Norðurorka hefur undanfarin ár tekið á móti gestum sem óska eftir að koma í heimsókn til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins og þau störf sem þar eru unnin. Gestir af öllum skólastigum, allt frá leikskóla og upp í háskóla hafa komið í heimsókn ásamt félagasamtökum og ýmsum fyrirtækjum. Móttökur af þessu tagi gefa okkur tækifæri til að koma ákveðnum sjónarmiðum á framfæri auk þess sem þær verða mögulega til þess að einhverjir líti á Norðurorku sem ákjósanlegan vinnustað í framtíðinni.

Mynd: Páll ÁrdalEins og með svo margt annað í samfélaginu þá hafði heimsfaraldurinn áhrif á fjölda gesta til Norðurorku á árinu 2021 enda rekur fyrirtækið grunninnviði samfélagsins og var því skylt að grípa til aðgerða til að tryggja órofinn rekstur. Neyðarstjórn Norðurorku óskaði meðal annars eftir að heimsóknum yrði haldið í lágmarki á meðan covid-19 geysaði og þar af leiðandi urðu heimsóknir færri á árinu. Einhverjir gestir komu þó í hús, á þeim tíma sem covid var til friðs, en þá var að sjálfsögðu mikil áhersla lögð á sóttvarnir, fjarlægðamörk og grímunotkun, líkt og annarsstaðar í fyrirtækinu. 

 

Til baka - Yfirlit yfir starfsemina