Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn þann 29. apríl 2021. Fundurinn var haldinn í mötuneyti Norðurorku og sem fjarfundur.
Hluthafahópurinn er óbreyttur, Akureyrarbær 98,26%, Hörgársveit 0,80%, Eyjafjarðarsveit 0,12%, Grýtubakkahreppur 0,18%, Svalbarðsstrandarhreppur 0,46% og Þingeyjarsveit 0,18%.
Á aðalfundi félagsins var stjórn kjörin óbreytt. Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður, Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður, Eva Hrund Einarsdóttir ritari og meðstjórnendur eru þau Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og Hlynur Jóhannsson. Í varastjórn voru kjörin, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Hannes Karlsson, Hilda Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson og Víðir Benediktsson.
Á starfsárinu var Ingibjörg Isaksen kosin til Alþingis og tók varamaður hennar, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir við sem aðalmaður í stjórn auk þess að Hlynur Jóhannsson tók við sem stjórnarformaður.
Á starfsárinu hélt stjórnin 11 stjórnarfundi auk eigendafundar.