Fara í efni

Miklar innviðaframkvæmdir hafa verið í gangi í flestum veitum Norðurorku undanfarin ár og er þar bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhald. Eitt af stærstu verkefnunum félagsins þessi árin er að auka orkumátt hitaveitunnar með lagningu nýrrar hitaveitulagnar frá Hjalteyri en auk þess má nefna byggingu og rekstur nýrrar hreinsistöðvar fráveitu sem tekin var í notkun í lok árs 2020.

Á grundvelli greiningar á rekstrar­­­kostnaði og vísitölum og að teknu tilliti til fjárfestingaáætlana, sérstaklega í hitaveitu og fráveitu, var niðurstaða stjórnar Norðurorku að hækka verðskrár fyrirtækisins þann 1. janúar 2021.  Þannig hækkaði verðskrá fráveitunnar um 11%, hitaveitu um 4,5%, rafveitu um 3,2% og vatnsveitu um 2,5%. 

 

Til baka - Yfirlit yfir starfsemina