Fara í efni

Til að hafa góða sýn yfir lagnakerfið á Akureyri hefur Norðurorka á undanförnum árum byggt upp öflugan gagngrunn með upplýsingum um staðsetningu lagna. Í kortasjá Norðurorku, www.map.is/no, sem opin er öllum má sjá grunnupplýsingar um lagnir en starfsfólk teiknistofu veitir viðskiptavinum ítarlegri upplýsingar um nákvæma staðsetningu lagna, svo sem dýpi þeirra, aldur og gerð.

Norðurorka yfirtók fráveitu Akureyrar um áramótin 2013-2014 og um leið tók fyrirtækið yfir gagnagrunn sem Akureyrarbær hafði sett upp um fráveitulagnir í bænum. Norðurorka hefur haldið þeirri vinnu áfram og bætt við upplýsingum af uppdráttum inn í gagnagrunninn og heldur sú vinna áfram. 

Allar nýframkvæmdir eru GPS-mældar, af verktökum eða starfsfólki Norðurorku, og upplýsingum bætt inn í teiknikerfið. Þannig er tryggt að haldið sé utan um raunstaðsetningu nýrra lagna í gagnagrunni sem heldur áfram að stækka.

 

Til baka - Yfirlit yfir starfsemina