Fara í efni

Norðurorka hóf framleiðslu metangass úr gömlu ruslahaugunum á Glerárdal fyrir ofan Akureyri í ágústlok árið 2014. Til að byrja með var salan nokkuð í takt við væntingar en vöxturinn hefur verið minni en áætlað var í upphafi. Salan á árinu 2021 var þó rúmlega 270.000 Nm3 og jókst um 17% frá árinu á undan.

Á árinu 2021 hefur verið unnið að aðgerðum til að bæta rekstraröryggi framleiðslunnar. Þar ber helst að nefna að viðhaldsstjórnun hefur verið bætt og nýrri þjöppustöð hefur verið bætt við. Með þessu helst söfnun og hreinsun á metangasi eins stöðug og unnt er.

Sumarið 2021 reyndist framleiðslunni erfitt. Miklir þurrkar og lítil jarðvegsþekja yfir vinnslusvæðinu voru þess valdandi að gas átti greiðari leið bæði upp úr haugnum og ofan í hann. Þetta skilaði sér í verri gasgæðum og minni framleiðslu. Að auki var mikill fjöldi ferðafólks í bænum vegna veðurblíðunnar og því þurfti að loka afgreiðslustöðinni um tíma. Samningaviðræður við aðra framleiðendur metangass eru hafnar með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir lokanir sem þessa og skapa grundvöll fyrir frekari metanvæðingu.

Óhapp varð í metanframleiðslunni í byrjun ágúst þegar hreinsistöð metans fékk inn á sig súrefni en slíkt skoðast sem hættulegt atvik. Slökkvilið var kallað til sem fór í að kæla búnaðinn og tryggja þannig að ekki yrði frekara tjón. Atburðurinn varð vegna óhapps við vinnu á metanhaug og hafa verkferlar vegna vinnu á haugnum verið uppfærðir. Tjón varð óverulegt og rekstrarstöðvun til þess að gera stutt.

Fjórir metan knúnir ferlivagnar og þrír strætisvagnar eru í rekstri hjá Akureyrarbæ ásamt götusóp og minni metan bílum. Norðurorka er nú með 15 metan bíla í rekstri.

 

Ársskýrsla Norðurorku

 

 

Ársskýrsla Norðurorku

 

Til baka - Yfirlit yfir starfsemina