Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn 23. apríl 2024 í Hofi.
Full mæting var hjá fulltrúum hluthafa og er hluthafahópurinn óbreyttur frá síðasta fundi. Hluthafar eru Akureyrarbær 98,26%, Hörgársveit 0,80%, Eyjafjarðarsveit 0,12%, Grýtubakkahreppur 0,18%, Svalbarðsstrandarhreppur 0,46% og Þingeyjarsveit 0,18%.
Á aðalfundinum voru eftirfarandi kosin í stjórn
Hlynur Jóhannsson formaður
Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður
Hilda Jana Gísladóttir ritari
Sóley Björk Stefánsdóttir
Þórhallur Jónsson
Varastjórn
Heimir Örn Árnason
Inga Dís Sigurðardóttir
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir
Sindri Kristjánsson
Víðir Benediktsson
Á starfsárinu voru haldnir 12 stjórnarfundir auk eigendafundar.
Á myndinni hér að neðan má sjá stjórn Norðurorku, forstjóra og áheyrnarfulltrúa. Frá vinstri: Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri Grýtubakkahrepps og áheyrnarfulltrúi fyrir hönd minni hluthafa, Hilda Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Hlynur Jóhannsson og Eyþór Björnsson forstjóri.
Skipurit Norðurorku