Rekstrarreikningur
Samstæðureikningur Norðurorku hf. samanstendur af ársreikningi móðurfélagsins Norðurorku hf. og dótturfélagsins Fallorku ehf., sem er að fullu í eigu Norðurorku hf.
Rekstur samstæðunnar gekk vel á árinu 2024 og er umfang starfseminnar að aukast jafnt og þétt.
Reikningsskilaaðferðum félagsins var breytt á árinu 2023 og fallið frá endurmatsaðferð sem notuð hafði verið frá árinu 2008. Helstu áhrif breytingarinnar í rekstrarreikningi voru að afskriftir lækkuðu og afkoma hækkaði. Í efnahagsreikningi lækkuðu bæði varanlegir rekstrarfjármunir og eigið fé, sem og eiginfjárhlutfall. Rétt er að hafa breyttar reikningsskilaaðferðir í huga við samanburð fjárhagsupplýsinga í þeim myndum og töflum sem birtar eru í ársskýrslu.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5.779 milljónum króna og hækkuðu um 15% milli ára. Hækkun tekna má bæði rekja til gjaldskrárhækkana og magnaukningar í sölu á heitu vatni og rafmagni. Rekstrargjöld hækka um 19% milli ára og námu 4.364 milljónum króna. Meðal annars rekstrarkostnaðar eru verulegar fjárhæðir vegna jarðhitarannsókna og viðhalds veitukerfa og húsnæðis, sem skýrir hækkun frá fyrra ári. Fjármagnsliðir lækka frá fyrra ári vegna hagstæðs gengismunar og lægri verðbólgu.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 2.198 milljónum króna eða 38,0% af veltu samanborið við 2.136 milljónir króna árið áður.
Hagnaður samstæðunnar samkvæmt rekstrarreikningi nam 782 milljónum króna á árinu 2024 samanborið við 629 milljónir króna árið á undan.
EBITDA stendur fyrir framlegð reksturs án fjármagnsliða, afskrifta og skatta.
EBITDA framlegð er hlutdeild EBITDA af heildartekjum.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2024
Efnahagur
Heildareignir Norðurorku námu 20.610 milljónum króna í árslok 2024 og heildarskuldir 9.759 milljónum króna. Í lok árs nam handbært fé 232 milljónum króna en handbært fé frá rekstri nam 1.763 milljónum króna. Eigið fé var 10.851 milljónir króna og eiginfjárhlutfall í árslok 52,7%.
Fjárfesting samstæðunnar í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2024 nam 2.141 milljónum króna, en verulegar fjárfestingar hafa verið á undanförnum árum í veitukerfum félagsins, bæði við endurnýjun kerfa og viðbætur í nýjum hverfum.
Hjá samstæðunni voru tekin ný langtímalán að fjárhæð 800 milljónir króna á árinu 2024, vegna framkvæmda við hitaveitu og fráveitu.
Arðsemi eigin fjár fyrir árið 2024 var 7,5% samanborið við 5,5% árið 2023.
Ekki var greiddur arður á árinu 2024, en það var ákvörðun stjórnar að greiða ekki arð meðan félagið stendur frammi fyrir stórum fjárfestingum og lántökum til að fjármagna þær.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2024
Sjóðstreymi
Sjóðstreymisyfirlit sýnir raunverulegt peningastreymi rekstrarins.
Veltufé frá rekstri nam 1.853 milljónum króna á árinu 2024, sem er sambærilegt við fyrra ár. Miklar fjárfestingar einkenna sjóðstreymið, sem og lántökur og afborganir. Handbært fé í upphafi árs 2024 var 73 milljónir króna en var 232 milljónir króna í lok árs.
Dökkbláu liðirnir sýna innstreymi fjármagns og ljósbláu liðirnir útstreymi fjármagns.
Lykiltölur
Lykiltölur samstæðu
2020 | 2021 | 2022 | 2023 | 2024 | |
Lykiltölur (m.kr.) | |||||
Rekstrarreikningur | |||||
Rekstrartekjur | 4.046 | 4.319 | 4.521 | 5.025 | 5.779 |
Rekstrargjöld | 2.482 | 2.528 | 2.837 | 2.889 | 3.581 |
Rekstrarhagnaður (EBITDA) | 1.564 | 1.791 | 1.684 | 2.136 | 2.198 |
Afskriftir | 831 | 867 | 878 | 792 | 783 |
Fjármagnsliðir | 564 | 352 | 716 | 689 | 545 |
Áhrif hlutdeildarfélaga | 40 | 46 | 54 | 50 | 33 |
Hagnaður fyrir skatta | 208 | 618 | 144 | 704 | 903 |
Tekjuskattur | 2 | 71 | -8 | 76 | 121 |
Hagnaður ársins | 207 | 547 | 152 | 629 | 782 |
Efnahagsreikningur | |||||
Eignir | 20.200 | 21.151 | 21.370 | 19.100 | 20.610 |
Eigið fé | 12.395 | 12.810 | 12.973 | 10.073 | 10.851 |
Skuldir | 7.805 | 8.341 | 8.397 | 9.027 | 9.759 |
Sjóðstreymi | |||||
Handbært fé frá rekstri | 1.326 | 1.677 | 1.460 | 1.746 | 1.763 |
Fjárfestingahreyfingar | 1.566 | 1.141 | 1.432 | 2.103 | 2.141 |
Afborganir lána | 265 | 327 | 424 | 459 | 472 |
Lántökur | 300 | 600 | 0 | 800 | 800 |
Arðgreiðslur | 127 | 127 | 127 | 127 | 0 |
Handbært fé í árslok | 30 | 534 | 235 | 73 | 232 |
Ýmsir fjárhagslegir mælikvarðar | |||||
Breyting tekna | 0,3% | 6,8% | 4,7% | 11,2% | 15,0% |
EBITDA hlutfall | 38,6% | 41,5% | 37,3% | 42,5% | 38,0% |
Hagnaður sem hlutfall af tekjum | 5,1% | 12,7% | 3,4% | 12,5% | 13,5% |
Veltufjárhlutfall | 0,79 | 1,35 | 0,84 | 0,86 | 0,92 |
Fjárfestingahreyfingar sem hlutfall af tekjum | 38,7% | 26,4% | 31,7% | 41,8% | 37,0% |
Eiginfjárhlutfall | 61,4% | 60,6% | 60,7% | 52,7% | 52,6% |
Arðsemi eigin fjár | 1,7% | 4,3% | 1,2% | 5,5% | 7,5% |
Innra virði | 14,63 | 15,12 | 15,32 | 11,89 | 12,81 |
Horfur í rekstri
Áætlanir samstæðunnar fyrir árið 2025 gera ráð fyrir að rekstrarafkoma verði 1.082 milljónir króna hjá móðurfélaginu og 133 milljóna króna hagnaður hjá dótturfélaginu, fyrir tekjuskatt og áhrif hlutdeildarfélaga. Í tekjuáætlun er byggt á væntum magnbreytingum miðað við reynslu síðustu ára og hækkun gjaldskráa á bilinu 5,5-12%.
Kostnaðaráætlun er almennt byggð á raunkostnaði félagsins að teknu tilliti til þekktra ytri forsenda svo sem verðbólguþróunar og vaxtastigs. Í rafveitu er byggt á raunkostnaði, að teknu tilliti til þeirra viðmiða sem ákvörðun tekjumarka dreifiveitna felur í sér.
Áætlanir samstæðunnar vegna framkvæmda á árinu 2025 eru 1.830 milljónir króna og er rúmlega 60% þess áætlaður í verkefni hitaveitu, sem eru helst orkuöflun og snjallmælavæðing. Töluverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í gatnagerð þá bæði tengt nýframkvæmdum og endurbótum og á það við um öll veitukerfi. Þá er einnig unnið að endurnýjun upplýsingakerfa félagsins. Útlit er fyrir verulegan þunga í fjárfestingum næstu árin og nemur framkvæmdaáætlun áranna 2025-2030, samtals 8.603 milljónum króna. Hitaveitan vegur þar þyngst vegna jarðhitaleitar og virkjunarframkvæmda.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2024 - PDF
Ársreikningur móðurfélags Norðurorku 2024 - PDF