Fara í efni

Ýmis mál tengd fráveitu hafa verið í brennidepli á Íslandi undanfarið. Ljóst er víða um land bíða stór verkefni sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra til uppfylla kröfur laga og reglugerða. Það er þó einnig mikilvægt huga uppruna fráveituvatnsins og þar með starfsleyfum fjölmargra fyrirtækja sem eru sérstakir álagsvaldar. Almenningur getur lagt sitt af mörkum í draga úr umhverfisáhrifum vegna fráveitu, t.d. með því muna klósettið er ekki ruslafata.

Hreinsistöð

er komin tveggja ára reynsla á hreinsistöð Norðurorku á Óseyri. Stöðin var tekin í notkun árið 2020 en þar með var stórum áfanga í fráveitumálum á Akureyri lokið. Hreinsistöðin er svokölluð 1. þreps hreinsun og byggð í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Í þessum fyrsta áfanga er skólpið grófhreinsað, þ.e. grófefni er sigtað úr fráveituvatninu með sigtum sem hafa 3mm möskva, því pakkað og það fært til urðunar.
Rekstur hreinsistöðvarinnar gekk vel á árinu 2022. Settur var upp sýnatökubúnaður þar sem tekið er sýni af fráveituvatninu á tveggja vikna fresti fyrir og eftir hreinsun. Búnaðurinn virkar mjög vel og staðfestir að hreinsistöðin er að skila sínu. Mjög góður árangur er af grófsíun og sýna niðurstöður verulega lækkun á hinum ýmsu efnum sem annars hefðu farið út í viðtakann. Á síðasta rekstrarári stöðvarinnar voru síuð 37 tonn af rusli/óæskilegum úrgangi úr fráveituvatninu sem annars hefðu borist út í Eyjafjörðinn með tilheyrandi mengun.

Viðhald og nýframkvæmdir

Í Holtahverfi voru lagðar lagnir í nýjar götur, Þursaholt, Hulduholt, Dvergaholt og Álfaholt. Lögn undir Krossanesbraut var endurnýjuð og á Tryggvabraut og Hvannavöllum voru endurnýjaðar skólplagnir og lagðar nýjar regnvatnslagnir. Í maí var haldið áfram með framkvæmdir í Skarðshlíð við að endurnýja regn- og skólplagnir í þeim áfanga sem tekinn var fyrir og undirbúningur fór fram við framkvæmdir fyrir Hlíðarvelli (gagnaver).

Í Hörgársveit var klárað að tengja sláturhús á Lónsbakka við kerfi Norðurorku og í Grímsey var lögð ný fráveitulögn að endurbyggðri kirkju.

Áfram var unnið að hreinsun lagnakerfis líkt og fyrri ár. Helsta verkefnið var að ná sandi upp úr kerfinu því að hann getur valdið stíflum og skemmdum á dælum ásamt því að minnka afkastagetu kerfisins. Ýmsu viðhaldi var sinnt eins og venja er á heimlögnum og brunnum í kerfinu.

Til baka - Yfirlit yfir starfsemina

Ársskýrsla Norðurorku