Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn 31. mars 2022. Fundurinn var haldinn í Menningarhúsinu Hofi.
Hluthafahópurinn er óbreyttur, Akureyrarbær 98,26%, Hörgársveit 0,80%, Eyjafjarðarsveit 0,12%, Grýtubakkahreppur 0,18%, Svalbarðsstrandarhreppur 0,46% og Þingeyjarsveit 0,18%.
Á aðalfundi félagsins var ný stjórn kjörin. Hlynur Jóhannsson formaður, Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður, Eva Hrund Einarsdóttir ritari, Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir. Í varastjórn voru kjörin, Hannes Karlsson, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Víðir Benediktsson og Þórhallur Jónsson.
Í framhaldi af sveitastjórnakosningunum í maí var ný stjórn kjörin á fundi hluthafa í júlí. Hlynur Jóhannsson formaður, Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður, Hilda Jana Gísladóttir ritari, Sif Jóhannesar Ástudóttir og Þórhallur Jónsson.
Á starfsárinu hélt stjórnin 12 stjórnarfundi auk eigendafundar.
Mynd: Aðalfundur Norðurorku hf. 2022. Frá vinstri: Dagbjört Jónsdóttir Þingeyjarsveit, Björg Erlingsdóttir Svalbarðsstrandarhrepp, Fjóla Valborg Stefánsdóttir Grýtubakkahrepp, Axel Grettisson Hörgársveit, Ásthildur Sturludóttir Akureyri, Hlynur Jóhannsson stjórnarformaður og Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku. Á myndina vantar fulltrúa Eyjafjarðarsveitar sem komst ekki á fundinn. (Mynd: Auðunn Níelsson)
Sjá fleiri myndir frá aðalfundi 2022.