Rekstrarreikningur
Rekstur samstæðunnar gekk vel á árinu 2022, þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagsumhverfi, hátt vaxtastig og vaxandi verðbólgu. Tekjur urðu nokkru meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og er það að mestu vegna hærri tengigjalda, þar sem fleiri nýir notendur tengdust veitukerfum en gert var ráð fyrir.
Verulegar breytingar urðu á fjármagnsliðum samstæðunnar frá fyrra ári, sem rekja má til hærri verðbólgu. Verðbætur nærri tvöfölduðust milli ára, voru 453 milljónir króna á árinu 2022 en voru 228 milljónir króna árið áður. Einnig varð 110 milljóna króna breyting á gengismun milli ára þar sem nú varð gengistap að fjárhæð 27 milljónir króna á móti 83 milljóna króna gengishagnaði árið áður.
Hagnaður samstæðunnar Norðurorku hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 152 milljónum króna á árinu 2022 samanborið við 546 milljónir króna árið á undan.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu 4.521 milljónum króna og hækkuðu um 4,7% milli ára.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.684 milljón króna eða 37,3% af veltu samanborið við 1.791 milljónir króna árið áður.
EBITDA stendur fyrir framlegð reksturs án fjármagnsliða, afskrifta og skatta.
EBITDA framlegð er hlutdeild EBITDA af heildartekjum.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2022
Efnahagur
Heildareignir Norðurorku námu 21.370 milljón króna í árslok 2022 og heildarskuldir 8.397 milljónum króna. Í lok árs nam handbært fé 235 milljónum króna en handbært fé frá rekstri nam 1.460 milljónum króna. Eigið fé var 12.973 milljónir króna og eiginfjárhlutfall í árslok 60,7%.
Fjárfesting samstæðunnar í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2022 nam 1.432 milljónum króna, en verulegar fjárfestingar hafa verið á undanförnum árum í veitukerfum félagsins.
Engar lántökur voru hjá samstæðunni á árinu 2022.
Arðsemi eigin fjár fyrir árið 2022 var 1,2% samanborið við 4,3% árið 2021.
Greiddur arður á árinu 2022 vegna afkomu ársins 2021 var 127 milljónir króna.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2022
Sjóðstreymi
Sjóðstreymisyfirlit gefur glögga mynd af raunverulegu peningastreymi rekstrarins.
Veltufé frá rekstri lækkaði um 103 milljónir króna milli ára. Handbært fé í upphafi árs 2022 var 534 milljónir króna en var 235 milljónir króna í lok árs.
Dökkbláu liðirnir sýna innstreymi fjármagns og ljósbláu liðirnir útstreymi fjármagns.
Lykiltölur
Lykiltölur (fjárhæðir í þúsundum króna)
2018 | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
Rekstrartekjur | 3.817.436 | 4.032.278 | 4.045.931 | 4.319.032 | 4.521.047 |
Orkukaup | 808.564 | 775.801 | 659.798 | 690.589 | 800.613 |
Almennur rekstrarkostnaður * | 1.521.326 | 1.828.816 | 1.822.584 | 1.837.429 | 2.036.190 |
Alm. rekstrarkostn. sem hlutfall af rekstrartekjum | 39,9% | 45,4% | 45,0% | 42,5% | 45,0% |
Rekstrarhagnaður (EBIT) | 971.802 | 672.676 | 732.671 | 923.938 | 806.345 |
EBITDA | 1.487.545 | 1.427.661 | 1.563.549 | 1.791.014 | 1.684.244 |
EBITDA framlegð | 39,0% | 35,4% | 38,6% | 41,5% | 37,3% |
Fjárfestingahreyfingar | 2.170.378 | 2.066.521 | 1.589.630 | 1.319.806 | 1.207.368 |
Fjárfestingahreyfingar í hlufalli við tekjur | 56,9% | 51,2% | 39,3% | 30,6% | 26,7% |
Hagnaður | 559.136 | 347.548 | 206.602 | 546.056 | 151.901 |
Hagnaður sem hlutfall af rekstrartekjum | 14,6% | 8,6% | 5,1% | 12,6% | 3,4% |
Eignir | 18.698.976 | 19.796.506 | 20.199.761 | 21.151.363 | 21.370.213 |
Eigið fé | 12.084.458 | 12.306.138 | 12.394.375 | 12.809.529 | 12.973.490 |
Skuldir | 6.614.519 | 7.490.367 | 7.805.386 | 8.341.833 | 8.396.723 |
Arðsemi eigin fjár | 5,4% | 2,9% | 1,7% | 4,3% | 1,2% |
Eiginfjárhlutfall | 64,6% | 62,2% | 61,4% | 60,6% | 60,7% |
Veltufjárhlutfall | 2,10 | 1,25 | 0,79 | 1,35 | 0,84 |
Innra virði | 14,27 | 14,53 | 14,64 | 15,13 | 15,32 |
* Rekstrargjöld án afskrifta og orkukaupa |
Horfur í rekstri
Áætlanir samstæðunnar fyrir árið 2023 gera ráð fyrir að rekstrarafkoma verði 230,7 milljónir króna hjá móðurfélaginu og 3,6 milljónir króna hjá dótturfélaginu fyrir tekjuskatt. Í tekjuáætlun er byggt á væntum magnbreytingum miðað við reynslu síðustu ára og hækkun gjaldskráa á bilinu 8-14%.
Kostnaðaráætlun er byggð á raunkostnaði félagsins að teknu tilliti til þekktra ytri forsenda svo sem verðbólguþróunar og vaxtastigs. Í rafveitu er byggt á raunkostnaði, að teknu tilliti til þeirra viðmiða sem ákvörðun tekjumarka dreifiveitna felur í sér.
Áætlanir samstæðunnar vegna framkvæmda á árinu 2023 eru 1.977 milljónir króna og er um helmingur þess áætlaður í verkefni hitaveitu, sem eru helst Hjalteyrarverkefni, jarðhitaleit og snjallmælavæðing. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum við spennubreytingar í dreifikerfi rafmagns ásamt því sem unnið er að endurnýjun á húsnæði Norðurorku að Rangárvöllum. Töluverðar framkvæmdir eru einnig fyrirhugaðar í gatnagerð þá bæði tengt nýframkvæmdum og endurbótum og á það við um öll veitukerfi.
Ársreikningur samstæðu Norðurorku 2022 - PDF
Ársreikningur móðurfélags Norðurorku 2022 - PDF