Fara í efni

Þann 1. janúar 2022 hækkuðu verðskrár hitaveitu, rafveitu og fráveitu um 4,2% en verðskrá vatnsveitu um 2,5%.

Undanfarin ár hafa miklar innviðaframkvæmdir verið í gangi í flestum veitum Norðurorku en eitt af stærstu verkefnunum hefur þó verið að auka orkumátt hitaveitunnar og ljóst að svo mun verða áfram. Horft er til að stærri langtímafjárfestingar hverrar veitu greiðist til baka á áratugum og er þar miðað við líftíma innviða. Með því móti taka núverandi notendur sem og framtíðarnotendur þátt í því að greiða niður framkvæmdina. 

Það er mikilvægt að við munum að auðlindir okkar í heitu og köldu vatni eru ekki óþrjótandi. Mikið fjármagn þarf til að afla og vinna nýjar auðlindir og til uppbyggingar á kerfum til að auka flutningsgetu þeirra. Sóun á heitu vatni og neysluvatni eykur og hraðar fjárfestingaþörf í innviðum sem aftur kallar á hækkanir á verðskrá félagsins. Því er mikilvægt að halda til haga þeim tækifærum sem felast í því að fara vel með og forðast sóun á auðlindunum.

 

Til baka - Yfirlit yfir starfsemina