Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn 25. apríl 2023 í Menningarhúsinu Hofi.
Hluthafahópurinn er óbreyttur, Akureyrarbær 98,26%, Hörgársveit 0,80%, Eyjafjarðarsveit 0,12%, Grýtubakkahreppur 0,18%, Svalbarðsstrandarhreppur 0,46% og Þingeyjarsveit 0,18%.
Á aðalfundi félagsins var stjórn kjörin óbreytt. Hlynur Jóhannsson formaður, Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður, Hilda Jana Gísladóttir ritari, Sif Jóhannesar Ástudóttir og Þórhallur Jónsson. Í varastjórn voru kjörin Heimir Örn Árnason, Hlynur Örn Ásgeirsson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Sif Hjartardóttir og Víðir Benediktsson.
Á starfsárinu hélt stjórnin 12 stjórnarfundi auk eigendafundar.
Mynd: Aðalfundur Norðurorku hf. 2023. Frá vinstri: Eyþór Björnsson forstjóri, Hlynur Jóhannsson stjórnarformaður, Ásthildur Sturludóttir Akureyri, Hermann Ingi Gunnarsson Eyjafjarðarsveit, Snorri Finnlaugsson Hörgársveit, Gísli Gunnar Oddgeirsson Grýtubakkahrepp, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir Þingeyjarsveit og Þórunn Sif Harðardóttir Svalbarðsstrandarhrepp. (Mynd: Auðunn Níelsson)
Sjá fleiri myndir frá aðalfundi 2023.