Fara í efni


Á árinu 2023 fjárfesti Norðurorka fyrir tæpar 3 miljónir í tækjum og ýmsum stærri verkfærum. Það er töluvert lægri upphæð en undanfarin ár en á meðalári hefur verið fjárfest fyrir um 25 milljónir í þessum málaflokk. Helsta ástæðan fyrir ekki meiri fjárfestingum á árinu er sú að árið 2022 var fjárfest fyrir tæpar 58 milljónir, þar á meðal í Valtra dráttarvél ásamt öðrum tækjum.

Á árinu 2023 var keyptur nýr rennibekkur og ný bílalyfta sem notuð er til að þjónusta hin ýmsu tæki Norðurorku. Eldri rennibekkur, gömul bílalyfta og járnplötuvals voru seld í staðinn. Þrír gámar voru keyptir á árinu en þeir verða notaðir sem efnisgeymslur á stærri verkstöðum. Markmiðið með þeim er að auka þægindi fyrir verktaka svo ekki þurfi að sækja hvern einasta íhlut á lager Norðurorku.

Bílafloti Norðurorku

Á árinu 2023 var hvorki keypt né seld bifreið, sem meðal annars skýrist á því að árið á undan voru keyptir þrír nýir bílar. Varðandi framtíðar endurnýjun bílaflotans þá verður leitast við að endurnýja í vistvæna bíla eins og mögulegt er. Stefna fyrirtækisins er að kaupa vistvænar bifreiðar og vinnuvélar sé þess nokkur kostur. Við þá ákvörðunartöku þarf þó að horfa til þess að oft þarf starfsfólk að fara á torfæra staði vegna eftirlits og viðhalds á veitukerfum og þarf því að hafa öfluga bíla sem einnig geta dregið þungar kerrur. Enn eru því miður ekki komnir hentugir rafmagnsbílar sem uppfylla þær kröfur.

 

Ársskýrsla Norðurorku

 

 

Til baka - Yfirlit yfir starfsemina